Skip to Content

Jólafundur 2017

Tími: 
Fimmtudaginn, 28. desember 2017 - 14:15
Staðsetning: 
stofu V-157 í VR-II við Hjarðarhaga

Félagið óskar félagsmönnum gleðilegra jóla og bíður til jólafundar þann 28. desember kl. 14:15 í stofu V-157 í VR-II við Hjarðarhaga. Að venju hefst fundurinn með kaffidrykkju kl 14:15, en kl 14:30 heldur stærðfræðingurinn og fyrrverandi þingmaðurinn Pawel Bartoszek erindi sem hann nefnir: Þegar ég reyndi að hefna mín á stærðfræðidæmi.

Ágrip:
Sumarið 2016 var íslenskt talnafræðidæmi valið inn á svokallaðan forvalslista eða stuttlista (e. shortlist) vegna Ólympíukeppni í stærðfræði sem fram fór í Hong Kong.

Pawel Bartoszek, höfundur dæmisins, rekur tilurð dæmisins sem á rætur að rekja í hatrammri glímu hans við annað stærðfræðidæmi seint á síðustu öld.

Allir velkomnir!