Skip to Content

Leiðbeiningar um greinaskrif

Greinar í hugtakasafninu eru skrifaðar í blöndu af Markdown og TeX með ýmsum viðbótum.

Markdown

Markdown er einfalt mál til að táknsetja texta. Helsti kostur þess umfram til dæmis HTML er hversu læsileg skjölin eru áður en textinn er táknsettur. Það sem vinnst í einfaldleika tapast hinsvegar að einhverju leiti í sveigjanleika. Þess vegna er HTML líka notað á stöku stað. Á vefnum er notuð útfærsla á Markdown sem kallast Markdown PHP extra sem inniheldur nokkrar viðbætur við upphaflegu útgáfu Markdown.

TeX

Stærðfræði í hugtakasafninu er skrifuð í TeX með viðbótunum í AMSMath og AMSSymbols pökkunum. TeX skipanir eru eingöngu notaðar til að táknsetja stærðfræði og hafa enga þýðingu utan stærðfræðiumhverfis sem er skilgreint með $ .. $ og \[ .. \] eins og í venjulegum TeX-skjölum. Undantekning frá þessu eru skipanir sem skilgreina stærðfræðiumhverfi eins og \begin{align}..\end{align}.

Heiti, merking og samheiti

Sérhver grein hefur heiti sem er yfirleitt heiti á helsta hugtakinu sem greinin fjallar um. Ef heitið er nafnorð, þá er það yfirleitt haft í eintölu, nefnifalli. Hægt er gefa heitinu þrengri merkingu ef fleiri greinar hafa sama heiti.

Grein getur haft samheiti sem sýnd eru með greininni, en einnig falin samheiti sem eru notuð þegar flett er í hugtakasafninu. Falin samheiti geta vísað á önnur hugtök sem fjallað er um í greininni. Þannig er stak til dæmis falið samheiti í greininni mengi.

Flokkun

Greinarnar í hugtakasafninu eru flokkaðar eftir efni. Hægt er að setja grein í fleiri en einn flokk, en hinsvegar á aðeins að setja grein í þrengstu flokkana sem hún á að tilheyra en ekki samsvarandi yfirflokka.

Safngreinar

Hægt er að bæta greinum aftanvið aðrar greinar. Þá birtast þær í réttri röð í beinu framhaldi af greininni sem þær eru hengdar við.

Tilvísanir

Tilvísanir í hugtakasafninu eru gerðar með skipunum innan tvöfaldra hornklofa [[ .. ]].

  • Tilvísanir í aðrar greinar eru á forminu

    [[heiti/merking|texti]]
    

    Dæmi:

    • [[mengi]] býr til mengi,
    • [[stak]] býr til stak,
    • [[algildi/tauntölu|algildið]] býr til algildið.
  • Tilvísanir í síður á vefnum eru á forminu

    [[/slóð/síða|texti]]
    

    Dæmi:

  • Tilvísanir í hlut á síðunni með heiti nafn (id="nafn")

    [[#nafn|texti]]
    

    Dæmi:

    • [[#os|dæmi]] býr til dæmi sem vísar á dæmin um vísanir í orðaskránna
  • Tilvísanir í orðaskrána eru á forminu:

    [[os:word/meaning/type|Orð]]
    

    Dæmi:

    • [[os:circle|Hringur]] býr til Hringur,
    • [[os:edge/of a graph|leggur]] býr til leggur,
    • [[os:edge//n|leggur]] býr til leggur.
  • Myndir og hreyfimyndir eru settar inn með:

    [[mynd:skráarnafn.ext|texti]]
    

    Hengja þarf skrá með myndinni. Hún verður að enda á .svg, .png eða .ggb eftir því hvernig mynd þetta er. Textinn birtist þegar mús sveimar yfir myndinni.

    Ef skrá með sama nafni er þegar til í safninu, þá er _n bætt við nafnið, þar sem n er náttúrleg tala.

    Dæmi:

    • SVG mynd er sett inn með [[mynd:nafn.svg|texti]]
    • GeoGebru mynd er sett inn með [[mynd:nafn.ggb]]

Blokkir

Div-blokkir eru skilgreindar með

+--
kóði
=--

Dæmi, setningar, sannanir

Eftir að útfæra.

  • +-- {.exc} .. =-- gefur dæmablokk,
  • +-- {.thm} .. =-- gefur setningarblokk,
  • +-- {.n_thm} .. =-- gefur númeraða setningarblokk,
  • +-- {.pf} .. =-- gefur sönnunarblokk,

Sniðupplýsingar

Hægt er að bæta við sniðupplýsingum við tilvísanir og blokkir með því að bæta við skipun af gerðinni {: .. }.

Dæmi:

  • +-- {#heiti} gefur <div id="heiti">
  • +-- {.gerð} gefur <div class="gerð">
  • [[mynd:nafn.svg|texti]] {width=235 align=right} tilgreinir breidd 235px á myndina nafn.svg og að hún eigi að vera hægra megin á síðunni.