Skip to Content

Rætur þriðja og fjórða stigs margliða

Tími: 
26. apríl 2017 - 16:45
Staðsetning: 
stofa V-158 í VR-II við Hjarðarhaga

Fundur verður haldinn í félaginu miðvikudaginn 26. apríl í stofu V-158 í VR-II við Hjarðarhaga. Að venju hefst fundurinn með kaffidrykkju kl 16:45, en kl 17:00 heldur Hlynur Arnórsson fyrirlestur sem hann nefnir ,,Rætur á þriðja og fjórðastigs margliðum". Fyrirlesturinn er með sögulegu ívafi og m.a. verður fjallað um hvernig tvinntölurnar fylgdu í kjölfarið.

Hlynur er aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og kennir þar stærðfræði.

Continuum and Coarse-Grained Modeling of Lipid Bilayer Membranes - fundur fyrir alla félagsmenn

Tími: 
29. mars 2017 - 16:45
Staðsetning: 
stofa V-157 í VR-II við Hjarðarhaga

Fundur verður haldinn í félaginu miðvikudaginn 29. mars í stofu VR-157 í VR-II við Hjarðarhaga. Að venju hefst fundurinn með kaffidrykkju kl 16:45, en kl 17:00 heldur Jón Karl Sigurðsson, stærðfræðingur og nýdoktor hjá Kvikna fyrirlestur sem hann nefnir Continuum and Coarse-Grained Modeling of Lipid Bilayer Membranes

Fáguð hreyfikerfi - fundur fyrir alla félagsmenn

Tími: 
22. febrúar 2017 - 16:45
Staðsetning: 
stofa V-158 í VR-II við Hjarðarhaga

Fundur verður haldinn í félaginu miðvikudaginn 22. febrúar í stofu VR-158 í VR-II við Hjarðarhaga. Að venju hefst fundurinn með kaffidrykkju kl 16:45, en kl 17:00 heldur Reynir Axelsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands fyrirlestur um fáguð hreyfikerfi.

Allir velkomnir.

Titans of symmetry, Sophus Lie and Elie Cartan - fundur fyrir alla félagsmenn

Tími: 
25. janúar 2017 - 16:45
Staðsetning: 
stofa V-157í VR-II við Hjarðarhaga

Fundur verður haldinn í félaginu miðvikudaginn 25. janúar í stofu VR-157 í VR-II við Hjarðarhaga. Að venju hefst fundurinn með kaffidrykkju kl 16:45, en kl 17:00 heldur Örn Arnarson, doktorsnemi við University of Minnesota í Bandaríkjunum fyrirlestur sem hann gefur yfirskriftina: Titans of symmetry, Sophus Lie and Elie Cartan.

Jólafundur 2016

Tími: 
28. desember 2016 - 16:00
Staðsetning: 
stofa V-158 í VR-II við Hjarðarhaga

Jólafundur Íslenska stærðfræðafélagsins verður haldinn miðvikudaginn 28. desember í stofu V-158 í VR-II við Hjarðarhaga. Fundurinn hefst kl 16:00 með spjalli, kaffi og kökum, en síðan heldur Skúli Guðmundsson nýdoktor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík erindi um notkun stærðfræði í fjármálum, sér í lagi um mat á afleiðum.

Efni erindisins lýsir Skúli svo:

Jólafundur 2016

Tími: 
28. desember 2016 - 16:00
Staðsetning: 
Stofa 131 í Öskju

Jólafundur Íslenska stærðfræðafélagsins verður haldinn miðvikudaginn 28. desember í stofu 131 Öskju. Fundurinn hefst kl 16:00 með spjalli, kaffi og kökum, en síðan heldur Skúli Guðmundsson, nýdoktor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík erindi sem hann gefur titilinn: [titill á leiðinni]

Efni erindisins lýsir Skúli með eftirfarandi hætti:

[efni á leiðinni]

Stærðfræðilíkön í líffræði - fundur fyrir alla félagsmenn

Tími: 
23. nóvember 2016 - 16:45
Staðsetning: 
stofa V-156 í VR-II við Hjarðarhaga

Fundur verður haldinn í félaginu miðvikudaginn 23. nóvember í stofu VR-156 í VR-II við Hjarðarhaga. Að venju hefst fundurinn með kaffidrykkju kl 16:45, en kl 17:00 heldur dr. Lauren Childs, lektor við Virginia Tech í Bandaríkjunum fyrirlestur sem hún gefur yfirskriftina: Two Cases Studies for Modeling Infectious Disease Dynamics: Ebola and Zika.

Efni fyrirlestrarins lýsir Lauren svo:

Galois and his Groups - Fundur fyrir alla félagsmenn

Tími: 
5. október 2016 - 16:45
Staðsetning: 
stofa V-156 í VR-II við Hjarðarhaga

Fundur verður haldinn í félaginu miðvikudaginn 5. október í stofu VR-156 í VR-II við Hjarðarhaga. Að venju hefst fundurinn með kaffidrykkju kl 16:45, en kl 17:00 heldur dr. Peter M. Neumann prófessor við Queen's College, háskólanum í Oxford fyrirlestur sem hann gefur yfirskriftina: Galois and his groups.

Efni fyrirlestrarins lýsir Peter svo:

Leiðbeind þjálfun tauganeta - Afturflæðisreikniritið - Fundur fyrir alla félagsmenn

Tími: 
15. september 2016 - 16:45
Staðsetning: 
Í stofu V-155 í VR-II (Háskóli Íslands) við Hjarðarhaga

Fundur verður haldinn í félaginu fimmtudaginn 15. september í stofu VR-155 í VR-II við Hjarðarhaga. Að venju hefst fundurinn með kaffidrykkju kl 16:45, en kl 17:15 heldur dr. Jón Guðnason lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík fyrirlestur sem hann gefur yfirskriftina: Leiðbeind þjálfun tauganeta - Afturflæðisreikniritið

Efni fyrirlestrarins lýsir Jón svo:

Árið 2016

Á hverju ári gefur Íslenska stærðfræðafélagið þeim nýstúdentum sem náð hafa framúrskarandi árangri í stærðfræði á stúdentsprófi bók í viðurkenningarskyni.

Syndicate content