Skip to Content

Mengi er safn vel skilgreindra hluta. Hlutirnir sem mynda mengið kallast stök þess og þeir geta verið af hvaða tagi sem er, t.d. má tala um mengi allra ríkja í Evrópu og mengi allra heilla talna. Ríkin Andorra, Belgía og Króatía eru þá dæmi um stök í fyrra menginu og tölurnar $2$, $-7$ og $33$ eru dæmi um stök í seinna menginu.

Venn-myndir eru notaðar í mengjafræði til að lýsa innbyrðis afstöðu ólíkra mengja á myndrænan hátt. Þá eru lokaðir ferlar (eins og hringir, sporbaugar, ferhyrningar o.s.frv.) notaðir til að tákna mengi og svæðið sem er innan ferlanna táknar stökin í menginu.

Syndicate content