Skip to Content

Jólafundur

Tími: 
30. desember 2010 - 16:00
Staðsetning: 
Skála í húsnæði menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð

Jólafundur félagsins hefur í gegnum tíðina mótast af hinu alíslenska jólaboði. Auk þess að drekka kaffi og súkkulaði og borða smákökur hafa félagsmenn hlýtt á óformlegt erindi. Að þessu sinni mun Hermann Þórssion flytja erindi sem hann nefnir: Um líkindahugtakið. Við hvetjum alla til að mæta, sérstaklega þá félagsmenn sem hafa aðsetur í útlöndum.

NORMA 11

NORMA 11 - Norræn ráðstefna um stærðfræðimenntun verður haldin í HÍ við Stakkahlíð dagana 11. – 14. maí 2011.

Fundur með kynningu

Tími: 
18. nóvember 2010 - 16:45
Staðsetning: 
Stofu 157 í VR-II við Hjarðarhaga

Fundur verður í Íslenska stærðfræðafélaginu fimmtudaginn 18. nóvember í stofu 157 í VR-II.

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45. Að þeim loknum, eða klukkan 17:15, munu þeir Einar Bjarki Gunnarsson, Guðmundur Einarsson og Jóhann Sigursteinn Björnsson kynna safn stærðfræðihugtaka sem þeir unnu síðastliðið sumar á vefnum www.stæ.is.

Fundur með erindi

Tími: 
20. október 2010 - 16:45
Staðsetning: 
Stofa 254 í Menntaskólanum í Reykjavík

Það verður fundur með erindi hjá Íslenska stærðfræðafélaginu miðvikudaginn 20. október í stofu 253 í Menntaskólanum í Reykjavík (sjá nánar um staðsetningu að neðan). Allir eru velkomnir. Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Að þeim loknum, eða klukkan 17:15, flytur Bjarni Vilhjálmur Halldórsson dósent við Háskólann í Reykjavík erindi sem hann nefnir: Ferðasaga frá ólympíuleikunum í stærðfræði í Kazakhstan.

Mittag-Leffler stofnunin

Mittag-Leffler stofnunin auglýsir styrki fyrir nýdoktora í tenglsum við áherslusvið stofnunarinnar næsta vetur. Þau eru "Complex analysis and integrable systems" haustið 2011 og "Geometric and analytic aspects of group theory" vorið 2012.

Jafnframt auglýsir stofnunin eftir tillögum að áherslusviðum veturinn 2013-14.

Frekari upplýsingar er að finna á www.mittag-leffler.se

Fréttabréf Íslenska stærðfræðafélagsins - október 1999

Þetta var tíunda fréttabréfið sem var gefið út á vegum félagsins.

Sækja fréttabréfið á pdf formi.

Ritstjóri:

  • Robert Magnus

Efnisyfirlit:

  • Ragnar Sigurðsson: Ramanujan og frumtölurnar
  • Robert Magnus: Þrautahorn
  • Geir Agnarsson: 40. alþjóðlegu Ólympíuleikarnir í stærðfræði

Fréttabréf Íslenska stærðfræðafélagsins - mars 1999

Þetta var níunda fréttabréfið sem var gefið út á vegum félagsins.

Sækja fréttabréfið á pdf formi.

Ritstjóri:

  • Robert Magnus

Efnisyfirlit:

  • Skýrsla stjórnar
  • Ragnar Sigurðsson: Frumtalnasetningin í ljósi sögunnar
  • Robert Magnus: Sex stærðfræðingar verðlaunaðir í Berlín
  • Robert Magnus: Þrautahorn
  • Eygló Guðmundsdóttir: Ferðasaga frá Fjársjóðseyju

Fréttabréf Íslenska stærðfræðafélagsins - júní 1994

Þetta var sjöunda fréttabréfið sem var gefið út á vegum félagsins.

Sækja fréttabréfið á pdf formi.

Ritstjóri:

  • Jón Ragnar Stefánsson

Efnisyfirlit:

  • Af efni blaðsins
  • Jón Ragnar Stéfánsson: Kr. Guðmundur Guðmundsson 1908-1993
  • Rögnvaldur G. Möller: Óhefðbundinn örsmæðareikningur
  • Stærðfræðiverðlaun á stúdentsprófi
  • Sverrir Örn Þorvaldsson: Framhaldsskólakeppnin og Ólympíuleikarnir í stærðfræði 1993

Fréttabréf Íslenska stærðfræðafélagsins - febrúar 1993

Þetta var sjötta fréttabréfið sem var gefið út á vegum félagsins.

Sækja fréttabréfið á pdf formi.

Ritstjóri:

  • Jón Ragnar Stefánsson

Efnisyfirlit:

  • Af efni blaðsins
  • Bréf frá Bjarna Jónssyni
  • Þorvaldur Búason: Sést milli Íslands og Grænlands?
  • Sverrir Örn Þorvaldsson: Ólympíuleikarnir í stærðfræði 1992
  • Evrópska stærðfræðingaþingið í París
  • Robert Magnus: Hringir sem snertast

Fréttabréf Íslenska stærðfræðafélagsins - júní 1990

Þetta var þriðja fréttabréfið sem var gefið út á vegum félagsins.

Sækja fréttabréfið á pdf formi.

Ritstjóri:

  • Ragnar Sigurðsson

Efnisyfirlit:

  • Frá ritstjóra
  • Jón Ragnar Stefánsson: Bjarni Jónsson sjötugur
  • Jón Ragnar Stefánsson: Málþing til heiðurs Bjarna Jónssyni
  • Kristín Bjarnadóttir: 14. þing norrænna raungreinakennara
  • Þórður Jónsson: Norrænn sumarskóli í kennilegri eðlisfræði
Syndicate content