Skip to Content

Venn-myndir eru notaðar í mengjafræði til að lýsa innbyrðis afstöðu ólíkra mengja á myndrænan hátt. Þá eru lokaðir ferlar (eins og hringir, sporbaugar, ferhyrningar o.s.frv.) notaðir til að tákna mengi og svæðið sem er innan ferlanna táknar stökin í menginu.

Mengi er safn vel skilgreindra hluta. Hlutirnir sem mynda mengið kallast stök þess og þeir geta verið af hvaða tagi sem er, t.d. má tala um mengi allra ríkja í Evrópu og mengi allra heilla talna. Ríkin Andorra, Belgía og Króatía eru þá dæmi um stök í fyrra menginu og tölurnar $2$, $-7$ og $33$ eru dæmi um stök í seinna menginu.

Syndicate content