Skip to Content

Dæmi 5. Neðra stig 1992-93

Þríhyrnt tún með hliðarlengdir $200$ m, $200$ m og $300$ m er girt. Á milli girðingarstaura eru $5$ m. Hversu marga staura þarf?

Dæmi 13. Neðra stig 1991-92

Skál er fyllt með blöndu vatns og ediks í hlutföllum $2:1$. Önnur skál, sem tekur tvöfalt meira en sú fyrsta, er fyllt með blöndu vatns og ediks í hlutföllum $3:1$. Ef innihaldi skálanna tveggja er nú hellt í þriðja ílátið, þá er hlutfallið á milli vatns og ediks

Dæmi 19 Efra stig 1997-1998

Í Maraþonhlaupi (42 km) eru 11 drykkjarstöðvar fyrir keppendur. Köllum drykkjar-stöð-varnar $A, B, C, D, E, F, G, H, I, J, K$, og gerum ráð fyrir að þær raðist meðfram hlaupabrautinni eins og sýnt er á myndinni. Drykkjarstöð $A$ er við upphaf brautarinnar og drykkjarstöð $K$ við enda brautarinnar. Stöðvunum er raðað þannig að samanlögð lengd tveggja sam-liggjandi bila á milli stöðva sé ekki meiri en 10 km, og að samanlögð lengd þriggja samliggjandi bila er að minnsta kosti 13 km.

Dæmi 12 Efra stig 1997-1998

Flytja þarf $150$ þvottavélar á milli staða. Til flutninganna er hægt að fá tvennskonar bíla: Stóra bíla sem geta flutt $18$ þvottavélar í einu og hver ferð kostar $3.500$ kr. og litla bíla sem geta flutt $13$ þvottavélar og hver ferð kostar $2.500$ kr. Hvað á að panta marga bíla af hvorri gerð til að flutningarnir kosti sem minnst?

Dæmi 11 Efra stig 1997-1998

Stúdent fékk samtímis reikning frá skósmið og skraddara, sam- tals að upphæð $110$ kr. Hann átti hinsvegar aðeins $30$ kr. og greiddi með þeim skraddaranum $\frac{1}{4}$ og skósmiðnum $\frac{1}{3}$ af upphæð reikninganna. Hve háir voru þeir?

Syndicate content