Skip to Content

Fyrirlestur um erfðir þátttöku í rannsóknum - Stefanía Benónísdóttir

Fimmtudaginn 28. nóvember mun Stefanía Benónísdóttir, nýdoktor við Háskóla íslands halda fyrir lestur um erfðir þátttöku í rannsóknum. Fyrirlesturinn hefst 17:00 í stofu V-157, VR-II, Háskóla Íslands. Eins og venja er mun vera heitt á könunni frá 16:30.

Titill: "Erfðir þátttöku í rannsóknum" (E: The genetics of participation")
Ágrip: Þátttökubjögun er þekkt vandamál í vísindarannsóknum og erfðafræðirannsóknir eru þar engin undantekning. Besta leiðin til að rannsaka erfðir þátttökubjögunar væri að bera saman DNA þáttakenda við DNA þeirra sem taka ekki þátt. Það er að sjálfsögðu ekki hægt þar sem DNA þeirra sem taka ekki þátt liggur ekki fyrir. Hins vegar, þá eru erðafræðigögn einstök að því leyti að erfðaupplýsingar erfast og allir einstaklingar eru skyldir ef við förum nógu langt aftur í ættartréð. Með því að nýta þessa eiginleika erfðafræðigagna þá er hægt að rannsaka þáttökubjögun í erfðafræðirannsóknum einvörðungu út frá gagnasafninu sjálfu. (Sjá: Benonisdottir, S., & Kong, A. (2023). Studying the genetics of participation using footprints left on the ascertained genotypes. Nature Genetics, 55(8), 1413-1420.)