Skip to Content

Alþjóðastarf

International Mathematical Union - IMU
Félagið hefur verið aðili að Alþjóða stærðfræðisamtökunum um árabil.

International Commission on Mathematical Instruction - ICMI
Félagið hefur átt fulltrúa í Alþjóðanefnd um stærðfræðikennslu síðan 1992. Nú er Friðrik Diego fulltrúi félagsins þar.

European Mathematical Society - EMS
Félagið er fullgildur aðili að Evrópska stærðfræðifélaginu og geta félagsmenn fengið einstaklingsaðild að EMS með helmings afslætti.

Mittag-Leffler-stofnunin
Félagið hefur átt fulltrúa í stjórn stofnunarinnar frá árinu 1991. Nú er það Hermann Þórisson.

Nordiska föreningen för Tillampad och Industirell Mathematik - NORTIM
Samtökun voru vakin úr dvala sumarið 2008 og standa stærðfræðafélög norðurlandanna að þeim. NORTIM er aðili að ICIAM, International Council for Industrial and Applied Mathematics. Kristján Jónasson er fulltrúi félagsins í NORTIM.

Mathematica Scandinavica
Stærðfræðifélög norðurlandanna hafa gefið út tímaritið Mathematica Scandinavica síðan 1953. Fulltrúi félagsins í ritstjórn er Robert Magnus.

Nordisk matematisk tidskrift - NORMAT
Stærðfræðifélög norðurlandanna ásamt fleiri aðilum hafa gefið út tímaritið Nordisk matematisk tidskrift um árabil. Fulltrúi félagsins í ritstjórn er Anders Claesson.