Stjórn Íslenska stærðfræðafélagsins hefur sent Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, eftirfarandi erindi.
Efni: Áskorun til menntamálayfirvalda um þátttöku í TIMSS könnuninni 2015.
Í desember 2010 átti stjórn Íslenska stærðfræðafélagsins fund með ráðherra og starfsmönnum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Á þeim fundi hvatti stjórn félagsins til þess að Íslendingar taki þátt í áttundu alþjóðlegu stærðfræði- og náttúruvísindakönnuninni (TIMSS) árið 2015.