Tölurnar $2, 5, 8, 11, 14, \ldots$, eru skrifaðar í röð í bók þannig
að á hverri síðu er 100 tölur. Byrjað er að skrifa efst á síðu $7$. Á
hvaða síðu lendir talan $11.111$?
Þríhyrningurinn $A B C$ á myndinni er rétthyrndur, auk þess er $|D E|=\frac{1}{4}|A B|$. Hvað er flatarmál skyggða rétthyrnda ferhyrningsins stór hluti af flatarmáli þríhyrningsins?
Talnamengin $A_1, A_2, A_3,\ldots$ eru mynduð samkvæmt
eftirfarandi mynstri:
$$A_1=\{1\},\, A_2=\{2, 3\},\, A_3=\{4, 5, 6\},\, A_4=\{7, 8, 9, 10\}, \ldots$$
Hver er summa talnanna í menginu $A_{21}$?
Þrír hringir með geislann $1$ og einn stór hringur eru lagðir eins
og myndin sýnir. Ákvarðið flatarmál stóra hringsins. (Svarið á að vera
á forminu $(\frac{a+b\sqrt{3}}{c})\pi$ þar sem $a, b$ og $c$ eru heilar
tölur).
Hver eru möguleg gildi á tölu $n\gt 9$ þannig að $n$ börn geti skipt
$9$ eins súkkulaðistykkjum jafnt á milli sín án þess að skipta nokkru
stykki í fleiri en tvo hluta.