Tölurnar $2, 5, 8, 11, 14, \ldots$, eru skrifaðar í röð í bók þannig
að á hverri síðu er 100 tölur. Byrjað er að skrifa efst á síðu $7$. Á
hvaða síðu lendir talan $11.111$?
Jörmunrekur og Gutti eru í leik þannig að fyrir framan þá er hrúga
með $41$ eldspýtu, og fer leikurinn þannig fram að þeir skiptast á að
taka eldspýtur úr hrúgunni. Í hvert skipti má taka $1$, $2$, $3$, $4$ eða $5$
eldspýtur. Sá tapar sem tekur síðustu eldspýtuna. Gutti hóf leikinn
og tryggði sér strax sigur. Hvað tók Gutti margar eldspýtur í fyrsta sinn?
Faraóinn Jörmunrekur II var búinn að láta höggva $1000$ teningslaga steinblokkir, allar jafnstórar. Úr þessum blokkum átti að reisa píramíta með ferningslaga grunni. Fyrsti píramítinn sem var reistur
var tveggja hæða, svo var reistur þriggja hæða og svo koll af kolli (sjá mynd). Þegar framkvæmdir höfðu staðið yfir um skeið uppgötvaði Jörmunrekur að hann ætti ekki eftir nógu margar blokkir til að klára næsta píramíta.
Á myndinni má sjá sex mismunandi aðferðir til að pakka saman sex gosdrykkjadósum. Utan um dósirnar er bundinn þráður sem teygist ekki. Í sumum tilvikum hefur þráðurinn utan um dósirnar
sömu lengd. Í hve mörgum tilvikum fáum við minnstu mögulegu lengd?