Skip to Content

Stærðfræði á Íslandi 2011

Tími: 
12. nóvember 2011 - 9:00
Staðsetning: 
Reykholti í Borgarfirði

Ráðstefna Íslenska stærðfræðafélagsins Stærðfræði á Íslandi 2011 verður í Reykholti í Borgarfirði helgina 12.-13. nóvember 2011.

Dagskrá ráðstefnunnar.

Fundur í samstarfi við ICE-TCS

Tími: 
2. september 2011 - 14:00
Staðsetning: 
Háskólinn í Reykjavík, stofa V109

Ron Aharoni flytur fyrirlestur á sameiginlegum fundi Íslenska stærðfræðafélagsins og ICE-TCS stofnunarinnar í Háskólanum í Reykjavík. Fyrirlesturinn verður á ensku.

Titill: Matchings in hypergraphs - many problems and some results

Útdráttur: A graph is a collection of pairs; a hypergraph is a collection of finite sets of arbitrary size, called the "edges" of the hypergraph. A matching is a collection of disjoint edges.

Doktorsvörn í eðlisfræði: Þyngdarfræðileg heilmyndun í þéttefnisfræði

Tími: 
2. september 2011 - 14:00
Staðsetning: 
Í stofu 132 í Öskju

Föstudaginn 2. september fer fram doktorsvörn við Raunvísindadeild Háskóla
Íslands. Þá ver Tobias Zingg doktorsritgerð sína: Holographic Models for
Condensed Matter (á íslensku: Þyngdarfræðileg heilmyndun í
þéttefnisfræði).

Andmælendur eru Amanda Peet, dósent við Toronto háskóla í Kanada, og
Koenraad Schalm, dósent við Leiden háskóla í Hollandi.

Leiðbeinandi Tobiasar er Lárus Thorlacius, prófessor í eðlisfræði, og með
honum í doktorsnefnd eru Ragnar Sigurðsson, prófessor í stærðfræði, og
Þórður Jónsson, prófessor í eðlisfræði.

Fundur með erindi

Tími: 
26. maí 2011 - 16:30
Staðsetning: 
Háskólinn í Reykjavík, stofa V.1.01

Georges Gonthier of Microsoft Research will give a talk at Reykjavik University, room V.1.01, on Thursday May 26. The meeting will start with refreshments at 4:30 pm and the talk will start at 5 pm. The title is: Verifying the Four Colour Theorem.

This is a joint event with ICE-TCS, the Icelandic Centre for Excellence in Computer Science at Reykjavik University.

Kynningarfundur um framhaldsnám

Tími: 
24. mars 2011 - 16:45
Staðsetning: 
Stofa 157 í VR-II

Það verður fundur hjá Íslenska stærðfræðafélaginu fimmtudaginn 24. mars í stofu 157 í VR-II, bygginu Verkfræði- og náttúruvísindasviðs við Hjarðarhaga. Hann hefst kl. 16:45 og lýkur 18:15.

Þetta verður kynningarfundur á framhaldsnámi í stærðfræði og tengdum greinum. Nemendum við HÍ og HR hefur verið sérstaklega boðið á fundinn og mun félögum Íslenska stærðfræðafélagsins gefast kostur á að miðla reynslu sinni til þeirra. Allir eru velkomnir og við hvetjum sérstaklega þá sem hafa lokið framhaldsnámi á þessari öld til að mæta.

Boðið verður upp á hressingu á fundinum.

Fundur með erindi

Tími: 
1. mars 2011 - 16:45
Staðsetning: 
Verzlunarskóla Íslands við Ofanleiti 1

Fundur verður í Íslenska stærðfræðafélaginu þriðjudaginn 1. mars í húsnæði Verzlunarskóla Íslands við Ofanleiti 1. Gestir eru beðnir um að ganga inn um aðalinngang skólans sem snýr að Kringlunni. Þar verður tekið á móti þeim og þeim vísað á réttan stað.

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Umræðufundur um stærðfræði í framhaldsskólum

Tími: 
23. febrúar 2011 - 15:30
Staðsetning: 
Menntaskólanum við Hamrahlíð

Íslenska stærðfræðafélagið efnir til umræðufundar um stærðfræði í framhaldsskólum. Fundurinn verður miðvikudaginn 23. febrúar 2011 frá 15:30 til 18:30 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Allir sem hafa áhuga á að taka þátt í fundinum eru velkomnir.

Aðalfundur 2011

Tími: 
12. janúar 2011 - 16:00
Staðsetning: 
Stofu 11 í Menntaskólanum við Hamrahlíð

Aðalfundur Íslenska stærðfræðafélgasins verður haldinn kl. 16 miðvikudaginn 12. janúar í stofu 11 í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Íslenska stærðfræðafélagið hefur aldrei átt sér skráð lög. Stjórn félagsins vill bæta úr því og hefur útbúið meðfylgjandi uppkast að lögum fyrir félagið sem verða lögð fram á fundinum.

Dagskrá fundarins verður:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar flutt.
  3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
  4. Lagabreytingar.
  5. Umsóknir um félagsaðild bornar upp.

Jólafundur

Tími: 
30. desember 2010 - 16:00
Staðsetning: 
Skála í húsnæði menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð

Jólafundur félagsins hefur í gegnum tíðina mótast af hinu alíslenska jólaboði. Auk þess að drekka kaffi og súkkulaði og borða smákökur hafa félagsmenn hlýtt á óformlegt erindi. Að þessu sinni mun Hermann Þórssion flytja erindi sem hann nefnir: Um líkindahugtakið. Við hvetjum alla til að mæta, sérstaklega þá félagsmenn sem hafa aðsetur í útlöndum.

Fundur með kynningu

Tími: 
18. nóvember 2010 - 16:45
Staðsetning: 
Stofu 157 í VR-II við Hjarðarhaga

Fundur verður í Íslenska stærðfræðafélaginu fimmtudaginn 18. nóvember í stofu 157 í VR-II.

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45. Að þeim loknum, eða klukkan 17:15, munu þeir Einar Bjarki Gunnarsson, Guðmundur Einarsson og Jóhann Sigursteinn Björnsson kynna safn stærðfræðihugtaka sem þeir unnu síðastliðið sumar á vefnum www.stæ.is.