Skip to Content

Fundur með erindi

Tími: 
20. október 2010 - 16:45
Staðsetning: 
Stofa 254 í Menntaskólanum í Reykjavík

Það verður fundur með erindi hjá Íslenska stærðfræðafélaginu miðvikudaginn 20. október í stofu 253 í Menntaskólanum í Reykjavík (sjá nánar um staðsetningu að neðan). Allir eru velkomnir. Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Að þeim loknum, eða klukkan 17:15, flytur Bjarni Vilhjálmur Halldórsson dósent við Háskólann í Reykjavík erindi sem hann nefnir: Ferðasaga frá ólympíuleikunum í stærðfræði í Kazakhstan.

Fundur með erindi

Tími: 
7. apríl 2010 - 16:45
Staðsetning: 
Stofa 158 í VR-II við Hjarðarhaga

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Að þeim loknum, eða klukkan 17:15, flytur Michael S. Keane prófessor við Wesleyan Háskóla í Bandaríkjunum erindi sem hann nefnir: The essence of the law of large numbers.

Fundur með erindi

Tími: 
25. mars 2010 - 16:30
Staðsetning: 
Stofa M1.08 í nýrri byggingu Háskólans í Reykjavík við Nauthólsvík

Fyrir fundinn mun Magnús Már Halldórsson leiða áhugasama um ný húsakynni Háskólans í Reykjavík. Mun sú leiðsögn hefjast kl. 16:30 og að henni lokinni verður boðið upp á veitingar að hefðbundnum hætti.

Klukkan 17:15 flytur svo Úlfar Stefánsson erindi sem hann nefnir: Almennt um þverstæðar margliður og sérstaklega um Müntz margliður.

Aðalfundur 2010

Tími: 
6. janúar 2010 - 16:00
Staðsetning: 
Stofu 11 í Menntaskólanum við Hamrahlíð

Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf.

Jólafundur 2009

Tími: 
28. desember 2009 - 16:00
Staðsetning: 
Skólabæ, Suðurgötu 26

Jólafundur félagsins hefur í gegnum tíðina mótast af hinu alíslenska jólaboði. Auk þess að drekka kaffi og súkkulaði og borða smákökur hafa félagsmenn hlýtt á óformlegt erindi. Að þessu sinni mun Benedikt Jóhannesson segja frá Eystrasaltskeppninni. Við hvetjum alla til að mæta, sérstaklega þá félagsmenn sem hafa aðsetur í útlöndum.

Fundur með erindi

Tími: 
3. desember 2009 - 16:45
Staðsetning: 
Stofu 158 í VR-II við Hjarðarhaga 6

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Að þeim loknum, eða klukkan 17:15, flytur Viðar Hrafnkelsson erindi sem hann nefnir: Stærðfræðilegt líkan af metabolisma glúkósa og insúlíns.

Fundur með erindi

Tími: 
7. maí 2009 - 16:45
Staðsetning: 
Stofa 158 í VR-II, Hjarðarhaga 6

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Að þeim loknum, eða kl. 17:15, flytur Sigurður Hannesson erindi sem hann nefnir: Útsetningarfræði umraðanagrúpa.

Ágrip: Farið verður yfir grundvallaratriði útsetningarfræða umraðanagrúpa í kennitölu 0 og p.

Fundur með erindi

Tími: 
16. apríl 2009 - 16:45
Staðsetning: 
Stofa 155 í VR-II, Hjarðarhaga 6.

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Að þeim loknum, eða klukkan 17:15, flytur Edmund Harriss erindi sem hann nefnir: Some aspects of the Penrose tiling.

The Penrose tiling was discovered in the 1970s and is one of the simplest known sets of Aperiodic tiles. These are sets of tiles which tile the plane only in a non-periodic manner. It is also very beautiful as it has a five fold rotational symmetry.

Fundur með erindi

Tími: 
12. mars 2009 - 16:45
Staðsetning: 
Stofu 155 í VR-II

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Að þeim loknum, eða klukkan 17:00, flytur Pawel Bartoszek erindi sem hann nefnir: Kosningakerfið með augum stærðfræðings.

Ágrip: Að undanförnu hefur töluvert verið rætt um breytingar á kosningalögum og þá sérstaklega hugmyndir í átt til þess að auka persónukjör. Farið verður í ólíkar aðferðir sem mögulegar eru í þessum efnum. Að auki verður velt upp nokkrum öðrum útfærslum að kosningakerfum við kosningar til Alþingis, s.s. einmenningskjördæmum og þýska kerfinu og rætt um kosti þeirra og galla.

Málþing um stærðfræðimenntun og ný skólalög

Tími: 
5. febrúar 2009 - 16:00
Staðsetning: 
Stofu HT-105 í Háskólatorgi

Íslenska stærðfræðafélagið, Flötur félag stærðfræðikennara og Félag raungreinakennara boða til málþings um ný skólalög og stærðfræðimenntun fimmtudaginn 5. febrúar kl. 16.00 í stofu HT-105 í Háskólatorgi (í kjallaranum undir Háskólamatstofunni).

Tilgangur málþingsins er að kynna ný lög um grunn-, framhalds- og háskóla sem tóku gildi á síðasta ári og ræða hvernig stærðfræðinni muni vegna í þessu nýja lagaumhverfi.

Málþingið hefst með framsöguerindum og síðan verða pallborðsumræður.

Framsögumenn eru:

  • Ágúst Ásgeirsson, framhaldsskólakennari.