Tölurnar $1$, $2$, $3$, $4$, $5$, $6$ eru núllstöðvar margliðunnar $$P(x)=x^7+a_1x^5+a_2x^4+a_3x^3+a_4x^2+a_5x+a_6$$ Í upptalninguna á núllstöðvunum vantar eina núllstöð, hver er hún?
Látum $p$ og $q$ vera ólíkar jákvæðar heiltölur. Sannið: Að
minnsta kosti önnur jafnan
$$x^2+p x+q=0 \quad\quad \text{ eða } \quad\quad x^2+q x+p=0,$$
hefur rauntölulausn.