Skip to Content

Dæmi 1. Úrslitakeppni 1994-95

Fimm konur Bryndís, Eydís, Freydís, Hafdís og Vigdís hafa sett upp hatta, sem eru annað hvort hvítir eða svartir að lit. Engin kvennanna veit hvernig litan hatt hún sjálf er með á höfðinu. Nú er vitað að kona með svartan hatt segir ávallt satt en kona með hvítan hatt lýgur alltaf.
Nú segja konurnar eftirfarandi staðhæfingar:

  • Bryndís: „Ég sé þrjá svarta og einn hvítan hatt.
  • Eydís: „Ég sé fjóra hvíta hatta.
  • Freydís: „Ég sé einn svartan og þrjá hvíta hatta.
  • Hafdís: „Ég sé fjóra svarta hatta.

Finnið út frá þessu litina á höttum kvennanna fimm.