Skip to Content

Keppnin 2019-2020

Forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema mun fara fram um allt land þriðjudaginn 15. október 2019 og er öllum framhaldsskólanemum velkomin þátttaka. Nemendur á neðra stigi eru á fyrsta ári í framhaldsskóla og nemendur á efra stigi koma af bæði öðru og þriðja ári framhaldsskólans (fleirum boðið þaðan enda um stærri heildarhóp að ræða).


Eystrasaltskeppnin

Eystrasaltskeppnin mun fara fram dagana 15.-19. nóvember 2019 í Szczecin í Póllandi.


Úrslitakeppnin

Úrslitakeppnin verður líklega haldin laugardaginn 7. mars 2020 en dagsetningin hefur ekki verið staðfest endanlega.

Norræna keppnin

Norræna keppnin verður haldin 30. mars 2020 og taka keppendur þátt í sínum heimaskólum eða nágrannaskólum.

IMO 20209

Ólympíuleikarnir í stærðfræði verða haldnir í Pétursborg í Rússlandi dagana 8.-18. júlí 2020.

Það má líka finna okkur á Facebook.