Skip to Content

bera saman tvö aðskilin söfn af hlutum felst í því að segja til um hvort fyrra safnið hefur færri, jafn marga eða fleiri hluti en seinna safnið. Hér að neðan verður gerð grein fyrir þessum hugtökum.

Segjum að við höfum tvö aðskilin söfn af hlutum, til dæmis eplum og appelsínum.

mynd:Samanburdur_sofn1_0.svg

Fjarlægjum nú eitt epli úr fyrra safninu og eina appelsínu úr seinna safninu og pörum þau saman, eins og sýnt er á myndinni að neðan. Gerum þetta síðan aftur og aftur eins oft og hægt er.

mynd:Samanburdur_sofn2.svg

Þetta ferli getur endað á þrjá vegu:

  1. Eplin klárast en appelsínurnar ekki: Í þessu tilviki segjum við að eplin séu fleiri en appelsínurnar. Einnig segjum við að appelsínurnar séu færri en eplin.

  2. Bæði eplin og appelsínurnar klárast: Í þessu tilviki segjum við að eplin séu jafn mörg og appelsínurnar, eða að appelsínurnar séu jafn margar og eplin.

  3. Appelsínurnar klárast en eplin ekki: Í þessu tilviki segjum við að eplin séu færri en appelsínurnar. Einnig segjum við að appelsínurnar séu fleiri en eplin.

Dæmi:   Segjum að við höfum safnið af eplum og safnið af appelsínum á myndinni að neðan.

mynd:Samanburdur_sofn_daemi1_1.svg

Pörum nú saman eitt epli og eina appelsínu eins oft og hægt er. Við þetta klárast eplin og ein appelsína verður afgangs, eins og myndin að neðan sýnir.

mynd:Samanburdur_sofn_daemi1_2.svg

Þar sem eplin klárast en appelsínurnar ekki getum við sagt að eplin séu færri en appelsínurnar, eða að appelsínurnar séu fleiri en eplin.

Dæmi:   Segjum að við höfum safnið af bönunum og safnið af appelsínum á myndinni að neðan.

mynd:Samanburdur_sofn_daemi2_1.svg

Pörum nú saman einn banana og eina appelsínu eins oft og hægt er. Við þetta klárast bæði bananarnir og appelsínurnar, eins og myndin að neðan sýnir.

mynd:Samanburdur_sofn_daemi2_2_0.svg

Við getum þá sagt að bananarnir séu jafn margir og appelsínurnar, eða að appelsínurnar séu jafn margar og bananarnir.

Dæmi:   Segjum að við höfum safnið af eplum og safnið af bönunum á myndinni að neðan.

mynd:Samanburdur_sofn_daemi3_1.svg

Pörum nú saman eitt epli og einn banana eins oft og hægt er. Við þetta klárast bananrnir og þrjú epli verða afgangs, eins og myndin að neðan sýnir.

mynd:Samanburdur_sofn_daemi3_2_0.svg

Þar sem bananarnir klárast en eplin ekki getum við sagt að eplin séu fleiri en bananarnir, eða að bananarnir séu færri en eplin.